Áhrifaríkar heimasíður

Áhrifaríkar heimasíður

Er heimasíðan að virka eins og þú vilt? Ef þú vilt fá meira út úr heimasíðunni þinni þá ættir þú að lesa meira.

Flest fyrirtæki eru þegar með heimasíðu. Hins vegar er aðeins brot af þeim að ná árangri á internetinu.

Ástæðurnar geta verið fjölmargar, óljós markmið og óskýrt hlutverk heimasíðu er oft megin skýringin. Það er margt sem þarf til að gera góða heimasíðu en þó að þeim áfanga sé náð náð þá skiptir hann litlu máli ef engin kemur inn á heimasíðuna!

Við hjá actica vinnum að þáttum markaðssetningar á netinu með okkar viðskiptavinum. Heimasíðan er grunnurinn að öflugri markaðssetning á netinu. Hjá actica komum við inn á öllum stigum, við veljum hentuga veflausn fyrir heimasíðu, vinnum að hönnun, uppsetningu og innsetningu efnis.

Eftir að heimasíða er komin í loftið þá hættum við ekki, við höldum áfram og sköpum umferð um heimasíðuna og snúum þeim heimsóknum í viðskiptatækifæri. Ef eitthvað af þessu hljómar vel fyrir þig þá þarftu bara að hafa samband.

Þegar samkeppni er hörð um athygli á internetinu þá er ekki nóg að setja heimasíður í loftið.

Nauðsynlegt er að berjast fyrir athygli og ná umferð inn á heimasíðurnar.

Fjórar leiðir til að ná í umferð á vefsíður:

  • organic leiðin – umferð þar sem vefslóðin er slegin beint inn.
  • auglýsingaleiðin – umferð í gegnum auglýsingaborða sem smellt er á.
  • dreifingaleiðin – umferð í gegnum efni sem dreift er í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst.
  • leitarvélaleiðin – umferð í gegnum leitarvélar.

Þessar leiðir skipta vanalega allar máli en áherslur og sóknarþungi í hverri leið er mismunandi eftir eðli heimasíðu. Það er yfirleitt erfitt að auka traffík í gegnum organic leiðina en hinar þrjár eru leiðir sem við vinnum grimmt með.

Hvort sem fyrirtæki er að sækja á fyrirtækjamarkað B2B eða á neytendamarkað B2C, eða jafnvel bæði þá getur internetið verið mjög öflug markaðsleið. Það getur hins vegar verið flókið að blanda saman B2B og B2C á einni síðu þannig að þjónusta við ólíka hópa sé góð. Fyrirtæki þurfa að skilgreina með mjög ákveðnum hætti hvernig þau ætla að þjóna sínum viðskiptavinahópum.

Við hjá actica veitum ráðgjöf eða sjáum alfarið um markaðssetningu á netinu fyrir þitt fyrirtæki allt eftir því sem hentar þér best. Ef þú vilt ná betri árangri í markaðssetningu á internetinu hafðu þá samband og við finnum út hvað við getum gert saman actica@actica.is eða í síma 898-8181.

Add a Comment

Tölvupósturinn þinn birtist ekki opinberlega*