Markhópagreining og netið

Fjórar leiðir til að auka umferð inn á heimsíðuna þína

Fjórar leiðir til að auka umferðina á heimasíðuna þína!

Ertu nokkuð að bíða eftir að einhver heimsæki heimasíðuna þína?

Samkeppnin um athygli fólks á internetinu verður stöðugt harðari. Þeir sem bíða eftir að einhver komi í heimsókn verða undir! Það er tilgangslaust að setja upp heimasíðu sem enginn heimsækir. En hvað er hægt að gera. Fyrsta skrefið er að ákveða að fyrirtæki ætli að nýta sér internetið með markvissum hætti, ákveða markmið með heimasíðu og markaðsstarfi á internetinu. Við skilgreinum markhópa og hvernig við viljum tala við þá. Í grunninn höfum við fjórar leiðir til að ná aukinni traffík á heimasíðurnar okkar.

Baráttan um nettrafík og netumferð verður sífellt harðari

Baráttan um nettraffík verður sífellt harðari. 

Fyrirtæki sem leggja ekki vinnu í að sækja sér traffík á internetinu verða klárlega undir í baráttunni.

Fjórar leiðir til að skapa aukna umferð á vefsíður:

  • organic leiðin – umferð þar sem vefslóðin er slegin beint inn.
  • leitarvélaleiðin – umferð í gegnum leitarvélar.
  • auglýsingaleiðin – umferð í gegnum auglýsingaborða sem smellt er á.
  • dreifingaleiðin – umferð í gegnum efni sem dreift er í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst.

Engin af þessum leiðum býður upp á töfralausn en með markvissum vinnubrögðum geta þessar leiðir skilað gríðarlegum árangri. Hér ætlum við aðeins að fjalla um árangur á leitarvélum. Í grunninn er sýnileiki á leitarvélum ekki flókinn, Þú þarft að hafa upplýsingar inni á síðunni þinni sem fólk leitar að og eins og það leitar að þeim. En til að flækja málið þá hegðum við sem einstaklingar okkur með misjöfnum hætti á leitarvélum. Það getur verið erfitt að hafa allar útgáfur af textum inni á heimasíðu en fjölbreytileiki á sama tíma mikilvægur.

Algeng mistök eru að skrifa upplýsingar um vöru út frá orðaforða fyrirtækisins en ekki viðskiptavina þess. Í sumum tilfellum erum við að sækja bæði á B2B og B2C markað. Fagmaðurinn notar jafnvel önnur orð en áhugamaðurinn yfir sömu hlutina. Ef við viljum gefa báðum viðskiptahópum tækifæri á að finna okkur þá þurfum við að gera bæði orðin sýnileg á leitarvélum.

Leitarvélabestun er margþætt en í grunninn snýst þetta um að setja inn gott efni. Efn sem er í takt við það sem fólk leitar eftir og að efnið sé sett rétt upp. Þegar efnið er sett inn er mikilvægt að velja réttu orðin í texta og gefa myndum nöfn með réttum hætti. Það er alltaf hægt að laga til efni en það er mikilvægt að þeir sem setja inn efni inn á heimasíður séu meðvitaðir um hvernig leitarvélar vinna.Við hjá actica getum leiðbeint með innsetningu á efni eða séð um innsetningu á efni allt eftir því hvernig staðan er í fyrirtækinu.

Til þess að ná góðum árangri þá þurfum við að mæla það sem við gerum á internetinu það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir tölfræði. Við getum byrjað á einhverju innsæi en við þurfum að mæla árangur með markvissum hætti. Varðandi leitarvélar þá er nauðsynlegt að mæla og fylgjast með hvaða lykilorð skila okkur mestri traffík. Google Analytics er fín byrjun en það er einnig hægt að nýta ölfugri hugbúnað sem fylgist með stöðu þinna lykilorða og jafnvel samkeppnisaðila actica vinnur með fyrirtækjum að leitarvélabestun og fylgist með hvernig staða viðkiptavina er á leitarvélum með reglubundnum hætti.

Aðalatriðið er þetta, gera rannsóknir á leitarorðum fyrir þann markað sem við erum að vinna á, leggja áherslu á sterkustu leitarorðin og setja inn efni á heimasíður með hliðsjón af þeim. Við mælum svo árangurinn og gerum breytingar til að halda okkur á toppnum á leitarvélum.

Ef þú vilt ná betri árangri með heimasíðuna þína og markaðssetningu á internetinu þá er bara að hafa samband eða hringja í síma 898-8181

Comments are closed.