Hvar er þitt fyrirtæki í röðinni á Google?
Vertu viss umhvar þú stendurnýttu leitarorðavöktun
Viðskiptavinir hvort sem er á fyrirtækjamarkaði eða einstaklingsmarkaði leita stöðugt meira að vörum og þjónustu á netinu. Leitin er undanfari viðskipta hvort sem gengið er frá viðskiptum á netinu eða viðkomandi sé „window shopping“ áður en viðskipti eru ákveðin. Þá skiptir höfuðmáli að fyrirtæki sé til staðar með réttu svörin við leitarfyrirspurnum og vera framalega í röðinni t.a.m. hjá Google. Actica býður Leitarvélvöktun sem er reglubundið eftirlit yfir stöðu leitarorða og leitarstrengja á Google. Netverslun hefur vaxið mikið hjá Íslenskum fyrirtækjum og mikilvægt að setja inn vörur með réttum hætti og vinna texta þannig að sýnileiki verði sem bestur á leitarvélum eins og Google.
Fyrirtæki sem ekki eru á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum geta misst af stórum viðskiptatækifærum.
Taktu prófið og leitaðu að þínu fyrirtæki. Metnaðarfull fyrirtæki fylgjast með árangri á leitarvélum með markvissum hætti.
Af hverju Leitarvélavöktun
Þú vilt vera á fyrstu síðu yfir leitarniðurstöður tengdum þínum vörum og þjónustu á Google. Ef fyrirtækið þitt kemur ekki á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum þá eru líkurnar á að þú fáir heimsóknir og möguleg viðskipti í gegnum leitarvélar hverfandi.
Skýrsluna er tæknilega hægt að fá daglega en við mælum með vikulegri skýrslu þegar talsverðar breytingar á efni eiga sér stað en mánaðarlega þegar netsíður eru í “eðlilegum” rekstri.
Leitarvélavöktun eru nauðsynlegur grunnur til að sjá raunverulega stöðu fyrirtækja og vinna að bættum árangri á leitarvélum.