LEITARORÐA
VÖKTUN

Leitarorðavöktun er einn af algjörum lykilþáttum til að ná markvissum árangri á leitarvélum.

Með leitarorðavöktun fylgist Actica með hvar í röðinni fyrirtæki eru í leitarniðurstöðum á Google og fleiri leitarvélum.

Við þurfum að vita hvar við stöndum hverju sinni og hvernig við erum að þróast til að meta hvort vinna með leitarorð er að skila árangri.

Það er auðvelt að taka próf með því að slá inn leitarorð á Google og finna svo í hvaða sæti fyrirtæki er, en þegar þú vilt skoða nokkra tugi orða þá er þessi aðferð ansi tímafrek.

Við segjum því notum greiningarverkfæri til að greina stöðu leitarorða og notum tímann til að bregðast við og byggja upp sókn á leitarvélum.

Viðhald á vefnum - Vefstjóri til leigu - Viðhald á vefsíðum

Viðhald

Við höldum vefsíðum í topp formi

Vefhönnun

Hönnun og uppsetning á nýjum vefsíðum

Viðbætur

Við bætum við núverandi vef

MÆLINGAR

Árangursmælingar og greiningar

MARKVISS VINNA SKILAR ÁRANGRI

Til að ná árangri á leitarvélum þá þarf reynslu og þekkingu.  Við metum árangurinn með markvissum mælingum. Leitarorðavöktun sýnir stöðu fyrirtækja á Google.

Áhrifaríkar heimasíður

Hvernig virkar leitarorðavöktun

Saman finnum við leitarorðin og orðasambönd sem þú vilt að fyrirtækið, vörur og þjónusta finnist eftir. Algengt er að leitarorðin eru fundin með leitarorðagreiningu en fyrirtæki vita oft a.m.k. hluta af þeim orðum sem þau vilja nota. Actica notar greiningarhugbúnað til að finna í hvaða sæti þitt fyrirtæki er með þessi leitarorð á Google, Bing og Yahoo.

Við hjá Actica sendum reglulega skýrslu vanalega einu sinni í mánuði sem sýnir stöðu þína á Google með valin leitarorð eða orðasambönd á hverjum tíma. Við fylgjumst með mánaðarlegri þróun hvers orðs frá því að mælingar byrja og höldum utan um söguna.

Með sama hætti getum við greint hvernig samkeppnisaðilar þínir standa með sömu orð. Hægt er að velja 1 upp í 9 samkeppnisaðila í hverri skýrslu. Skýrslan sýnir þróun á stöðu hvers fyrirtækis með hvert leitarorð og heildarmat á sýnileika miðaða við leitarorðalista.

Skýrsluna er tæknilega hægt að fá daglega en við mælum með vikulegri skýrslu þegar talsverðar breytingar á efni eiga sér stað en mánaðarlega þegar netsíður eru í “eðlilegum” rekstri.

ÞEKKTU STÖÐU SAMKEPPNISAÐILA

 
 

Samkeppni um leitarorð og traffík frá leitarvélum er mjög hörð. Actica mælir hvar samkeppnisaðilar þínir eru á leitarvélum með lykilorðin þín.

 

Það getur reynst mjög dýrmætt að þekkja stöðu samkeppnisaðila á leitarvélum eins og á öðrum sviðum. Við greinum ekki bara hvar þú ert í röðinni á Google með ákveðin leitarorð, heldur greinum við líka hvar samkeppnisaðilar þínir standa með sömu leitarorð. Við vöktum stöðuna og sendum mánaðarlega skýrslu. Það er leitarorðavöktun.