Leitarvélabestun skiptir miklu máli

Leitarvélabestun skiptir miklu máli

Leitarvélar eru fyrir flestum vefsíðum ein stærsta uppspretta umferðar. Því er mikilvægt að staðið sé rétt að leitarvélabestun. Við hjá Actica getum aðstoðað þig.

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og vísan um mikilvægi leitarvéla var ort fyrir ansi löngu síðan en þrátt fyrir það eru enn mörg fyrirtæki og stofnanir sem eru í vandræðum með leitarvélabestun.

Málið er nefnilega að ekki er alltaf þekking fyrir hendi innan fyrirtækja eða stofnana til þess að taka á þessum málum, þó að mikilvæg séu. Hins vegar er hættan sú, að ef þeim er ekki sinnt getur verið erfitt að ná þeim markmiðum sem lagt er upp með nýrri eða endurnýjaðri vefsíðu.

Hvað er leitarvélabestun?

Leitarvélabestun (e. SEO eða Search Engine Optimization) er aðferðafræði við uppsetningu vefsíðna og efnis á vefsíðum sem auðveldar leitarvélum á borð við Google að skilja umfjöllunarefni hverrar síðu fyrir sig.

Leitarvélar kallar eftir ákveðnum upplýsingum, t.d. lýsigögnum (e. metadata), sem hjálpar þeim að birta vefsíður í leitarniðurstöðum.

Hvers vegna skiptir leitarvélabestun máli?

Með því að leitarvélabesta vefsíðuna þína þá ertu að vinna í að fá síðuna til að birtast sem ofarlegast í niðurstöðum, enda skilar það sér í meiri umferð.

En málið er ekki bara að fá meiri umferð, heldur að fá rétta umferð. Það er lítið mál í dag að fá meiri umferð notenda um vefsvæði, en öllu erfiðara að fá inn umferð notenda sem eru hugsanlegir viðskiptavinir.

Með leitarvélabestun er reynt að ýta undir að leitarvélar á borð við Google birti vefsíðuna þína undir viðeigandi leitum líklegra viðskiptavina.

Hvaða þættir skipta máli í leitarvélabestun?

Helstu leitarvélar, á borð við Google, uppfæra reglu reiknilíkön og algrím sín, þannig að það getur verið stundum verið erfitt að átta sig hvar hafist skuli handa. Þá eru þetta oftast nær ekki upplýsingar sem þessi fyrirtæki gefa út.

Stundum er þannig auðvelt að sjá hvaða atriði þarf að laga, en þó ekki alltaf. Þegar samkeppnin er hörð geta fjölmörg atriði spilað inn í og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvaða þættir það eru sem ráða því að ein síða raðast ofar en önnur.

Nokkur atriði til sem gott er að huga að

Á undanförnum árum hafa hins vegar leitarvélasérfræðingar í gegnum prófanir komist að því að eftirfarandi atriði skipta miklu máli, en þó ber að taka fram að þetta er á engan hátt tæmandi listi og í engri sérstakri röð:

 • Vefslóðir
  Vefslóðir og samsetning þeirra skiptir töluverðu máli. Þannig þurfa vefslóðir að vera lýsandi fyrir efni vefsíðu sem og staðsetningu hennar í veftré.
 • Heiti
  Heiti vefsíðu, eða titill, vegur einnig í leitarvélabestun og þá sérstaklega gagnvart því leitarorði sem verið er að vinna með hverju sinni. Þannig þarf heiti að vera lýsandi fyrir efni síðunnar.
 • Lýsigögn
  Lýsigögn þurfa einnig að vera lýsandi fyrir vefsíðu. Þá er mikilvægt að ganga úr skugga um að helstu leitarorð komi fyrir í lýsigögnunum.
 • Uppsetning texta
  Eitt af því sem leitarvélar nota til að átta sig á textum, textatengslum og mikilvægi efnisþátta, er að skoða hvernig textar eru settir upp, hvernig fyrirsagnir og aðrar leturbreytingar eru notaðar.
 • Hraði vefsíðu
  Hraði vefsíðna og þá einkum hraði sem snýr að snjallsímaútgáfum vefsíðna hefur á undanförnum árum hlotið sífellt meiri vigt í leitarniðurstöðum. Því þarf að hraðamæla vefsíður reglulega og gera úrbætur þar sem þeirra er þörf.
 • Magn texta
  Leitarvélar skoða einnig magn texta og bera saman við magn kóða. Ef hlutfall efnis af heildarkóða síðu fer undir ákveðin mörk er hætt við að leitarvélar færi viðkomandi síður neðar í leitarniðurstöðum. Því þarf að huga vel að því að á hverri síðu sé magn texta og magn kóða í góðu jafnvægi.
 • Gæði efnis
  Undanfarin ár hafa leitarvélar orðið sífellt klárari í að meta gæði efnis. Eins hversu vel efni mætir þörfum og fyrirspurnum notenda. Því þarf að skoða vel efnið og framsetningu. Þá er líka gott að meta það efni sem samkeppnisaðilar eru að framleiða. Þannig má sjá hvar hægt sé að gera betrumbætur og ná forskoti.

Að ná forskoti

Það er eitt að sinna þeim verkefnum sem tengjast leitarvélabestun og annað að ná markaðslegu forskoti. Viltu vera í efstu sætum í helstu leitarorðum sem tengjast starfsemi þinni?

Forskotinu er aðeins hægt að ná ef unnið er jafnt og þétt í leitarvélabestun. Það mætti þannig líkja leitarvélabestun við maraþonhlaup. Margir reima á sig sprettskónna en sprengja sig á fyrstu metrum. Aðrir gefast upp eftir nokkra kílómetra.

Aðeins þeir sem eru tilbúnir að hlaupa alla leið ná forskotinu.

Við getum aðstoðað

Við hjá Actica höfum áralanga reynslu af leitarvélabestun og eru reiðubúnir til að aðstoða þig að ná forskoti.

Ekki hika við að hafa samband. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Comments are closed.