hvernig getur leitarvélabestun skilað þér árangri?

Leitarvélabestun sem hittir í mark - hvað getur leitarvélabestun gert fyrir þig. Píla sem hittir í miðjuna á píluspjaldi

ef þú ert að velta fyrir þér hvort og hvernig leitarvélabestun getur gagnast þínu fyrirtæki þá ertu á réttum stað.

Leitarorðagreining

Velja orðin

Búa til efni

Ná athygli

actica hefur áralanga reynslu og þekkingu á leitarvélabestun

demo-attachment-738-Dots
Leitarvélabestun hjá actica stattu upp úr fjöldanum

verkefnin

leitarvélabestun

Support Team You
Can Rely On

TRUST

Implement Proven
Solutions

EXPERIENCE

Build for the
longterm

RELIABLE

Give Solid Advice

ANYTIME

hefur þitt fyrirtæki eitthvað að sækja á leitarvélar?

sífellt fleiri viðskipti byrja á leitarvélum!

Upphaf viðskipta má í langflestum tilfella rekja til þess að varan eða þjónustan fannst á internetinu.

Hvort sem fólk er að hugleiða persónuleg viðskipti eða vegna atvinnu þá skiptir sýnileiki á leitarvélum öllu máli í markaðssetningu fyrirtækja.

Það skiptir ekki máli hvort fyrirtækið þitt er á einstaklingsmarkaði eða fyrirtækjamarkaði staða þín á Google er lykilatriði.

Upphaf langflestra viðskipta í dag má rekja til þess sem niðurstöður á leitarvélum skiluðu.

Actica vinnur með hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum til að koma þínu fyrirtæki á toppinn í leitarniðurstöðum!

Við gerum ítarlega rannsókn á notkun leitarorða sem tengjast þinni starfsemi.

Er verið að leita eftir þeim vörum og eða þjónustu sem fyrirtækið þitt hefur upp á að bjóða?

Mikilvæg spurning sem við byrjum á að finna svör við áður en við hefjumst handa við leitarvélabestun.

Rannsóknin felur m.a. í sérleitarorðagreiningu þar sem við finnum öll helstu leitarorð og orðasambönd sem tengjast þinni starfsemi. 

Þú færð dýrmætar upplýsingar um fjölda þeirra sem leita í hverjum mánuði eftir einstaka leitarorðum sem geta reynst ómetanleg til að sækja aukin viðskipti.

Við forgangsröðum leitarorðunum eftir verðmæti þeirra fyrir þín viðskipti.

 

Er verið að leita eftir því sem fyrirtækið hefur að bjóða?

Vill þitt fyrirtæki sækja aukin viðskipti í gegnum netið?

Þá þarftu að vera viss um að þitt fyrirtæki finnist á netinu!

Þau fyrirtæki sem eru ekki til staðar í leitarniðurstöðum eru mjög líklega að verða af talsverðum viðskiptum.

Upphaf kaupferils má rekja til þess sem fólk fann á netinu í sífellt auknari mæli.

ekki vera í vafa um stöðuna hjá þínu fyrirtæki!

vertu viss um að þitt fyrirtæki sé ekki að verða af viðskiptatækifærum á netinu. Hafðu samband og við greinum stöðuna og saman ákveðum aðgerðaplan við hæfi.

sýnileiki í leitarniðurstöðum skilar auknum viðskiptum

Þetta er í sjálfu sér einfalt, fólk kaupir þær vörur og þjónustu sem það finnur á netinu.

Þau fyrirtæki sem ekki eru sýnileg sitja eftir.

Lykillinn er sækja vekja athygli og sækja umferð inn á heimasíðuna. 

Flott heimasíða sem engin heimsækir skilar engu.

Heimasíða sem er sýnileg í leitarniðurstöðum skapað  umtalsverðar tekjur og gjörbreytt rekstrarumhverfinu.

Það er því mikilvægt að tryggja sýnileika á leitarvélum og það gerum við með leitarvélabestun.

Vara sem er ekki sýnileg á netinu selst ekki á netinu!

Besta svarið endar efst!

hvað er leitarvélabestun?

Leitarvélar eru í raun einfaldar, þær leitast við að skila notendum bestu svörunum við því leitað er að.

Það er svo galdurinn að búa til bestu svörin út frá mælikvörðum t.d. Google leitarvélarinnar.

Google metur svörin með flóknum algrímum sem taldir eru meta um 850 atriði.

Þessir algrímar meta m.a. gæði efnisins sem er að finna á síðunni, viðbrögð þeirra sem hafa farið inn á síðuna í gegnum leitarvélar og að ákveðin tæknileg atriði séu uppfyllt af síðunni.

Það fyrirtæki sem er með besta efnið út frá öllum þessum málikvörðum og fellur best að fyrri hegðun notanda kemur efst í leitarniðurstöðum.

leitarvélabestun skiptist í tvo megin þætti

tæknilega leitarvélabestun og efnislega leitarvélabestun,

tæknileg leitarvélabestun

Leitarvélar gera ákveðnar kröfum um tæknileg atriði sem snúa að heimasíðum.

Listinn er langur yfir atriði sem þarf að skoða en þau helstu eru að það mega ekki vera brotnir hlekkir á síðunni, hraðinn þarf að vera í lagi og öryggi þarf einnig að vera í lagi.

Við hjá Actica gerum úttekt á tæknilegum þáttum í upphafi, gerum áætlun um hvað þarf að gera og komum heimasíðunni í gott tæknilegt form.

Í framhaldi bjóðum við svo viðskiptavinum þjónustusamning þar sem við fylgjast með stöðunni í gegnum öflug greiningarverkfæri og önnumst lagfæringar og uppfærslur á þeim atriðum sem þarf að laga. 

Fjöldi viðskiptavina ganga lengra og nýta sér vefstjóra til leigu og fá þá fulla þjónustu við að setja inn allt það efni og viðhalda vefnum bæði tæknilega og efnislega.

Heilsan á síðunni þarf að vera í lagi

Vandað efni skilar árangri

Efnisleg leitarvélabestun

Innhald og framsetning á þeim texta sem skrifaður er inn á heimasíður skiptir höfuðmáli. Því betra sem efnið því meiri umferð sækir það í gegnum leitarvélarnar. Aukin umferð inn á heimasíðuna skilar meiri viðskiptum.

Gott efni á heimasíðum þarf að vera byggt upp með réttu leitarorðunum í huga og vera vel sett fram. Efnið þarf að áhugavert og sett þannig fram að viðskiptavinir hafi áhuga á að lesa það. Efnið þarf einnig að vera sett þannig fram að leitarvélar skilji efnið og samhengi vefsíðunnar.

Við skrifa á texta þarf að blanda saman þekkingu á vöru og eða þjónustu saman við þekkingu á því hvernig leitarvélar vinna og hugsa ásamt því að setja efnið fram með áhugaverðum hætti sem fær fólk til að kynna sér efnið.

Þegar þetta er allt rétt gert þá átt þú von á því að ná mjög góðum árangri á leitarvélum.

Þar sem samkeppnin er hörðust

Það kemur líklega fáum á óvart að þeir sem eru efstir í leitarniðurstöðum á leitarvélum fá mest af viðskiptum þeirra sem leita.

Til að sækja viðskipti í gegnum leitarvélar er nauðsynlegt að vera í fremstu röð í  leitarniðurstöðum. Við viljum ná efstu sætunum en að lágmarki að vera á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum eða SERP (Search engine result page).

Að vera á annarri síðu í leitarniðurstöðum gefur þér einhverja en litla möguleika á umferð en ef þú ert á þriðju síðu sæti 31 eða aftar þá má segja að þú sért ekki með! Veist þú í hvaða sæti þín leitarorð eru á Google?

Við metum með viðskiptavinum okkar hvaða orð eru mikilvægust og komum þeim í fremstu röð í leitarniðurstöðum.

Skákaðu samkeppninni

Mælanlegur árangur

Áralöng reynsla átríða og þekking

Eitt af lykilatriðinum í leitarvélabestun er að besta ekki bara eitthvað.

Actica leggur áherslu á að vinna með leitarorð sem skila fyrirtækinu þínu aukinni umferð og þar af leiðandi aukinni sölu með aukinni athygli.

Eitt af því fyrsta sem við gerum er að framkvæma leitarorðagreiningu til að finna út hvaða leitarorð eru notuð og hvað orð eru ekki notuð.