Markaðssetning á netinu sem virkar

Markaðssetning á netinu sem skilar árangri

Markaðssetning á netinu er í dag flestum fyrirtækjum afar mikilvæg, enda netið gríðarlega stór hluti af daglegu lífi flestra. Til að ná árangri í markaðssetningu á netinu þarf því að vinna hlutina afar vel. 

Kannanir hafa sýnt að nær allir Íslendingar nota netið að staðaldri. Það er því hverju fyrirtæki og stofnun mikilvægt að vera sýnilegt á netinu, því annars er hættan sú að hugsanlegir viðskiptavinir leiti annað.

Leitarvélar og samfélagsmiðlar ásamt netauglýsingum spila þannig núorðið stórt hlutverk í markaðssetningu flestra fyrirtækja, þar sem heimasíða og prófílar á samfélagsmiðlum eru þungamiðjan.

Þekking á þessum atriðum markaðssetningar er, eðli málsins samkvæmt, ekki alltaf til staðar og þá er góð hugmynd að leita til sérfræðinga sem geta komið að slíkum verkefnum, ráðlagt eða aðstoðað við að ná árangri.

Að vinna með þá þætti sem skipta máli

Gögn úr greiningartólum, svo sem Google Analytics eða greiningargögn frá Facebook, skipta virkilega miklu máli. Þau sýna okkur hvernig okkur gengur, svo sem fjölda heimsókna á heimasíðu eða hversu margir eru vinir okkar á Facebook.

Það sem hins vegar oft gleymist er að skoða hvernig öll þessi gögn vinna saman og fá þannig upp stærri mynd af markaðssókninni.

Þannig hafa margir sem hafa sett sig í samband við okkur haft svipaða sögu að segja. Heimsóknir á heimasíðu eru margar, eiga marga vini á samfélagsmiðlum en salan stendur hins vegar á sér.

Samhengi gagna og markmiða

Það getur vissulega verið markmið í sjálfu sér að fjölga heimsóknum eða eignast fleiri vini á samfélagsmiðlum. Í þeim tilfellum þarf ekki að skoða gögnin í stærra samhengi.

Sé sala (eða álíka þættir) meginmarkmið markaðssóknar þarf að skoða þessi gögn í því samhengi. Þannig getur fjölgun vina á samfélagsmiðlum ekki verið einstaklingar sem teljast til meginmarkhóps vöru eða þjónustu. Eins getur fjölgun heimsókna verið vegna leitarvélabestunar sem var unnin rangt.

Grunnforsendur árangurs

Grunnforsendur árangurs í markaðssetningu á netinu er að setja sér mælanleg markmið. Þau skilyrða hvaða þætti við greinum og metum til árangurs.

Góð markmiðasetning, sem byggir á mörkun vörumerkis, er þannig rammi utan um markaðssetninguna og setur okkur viðmið.

Árangur sem skiptir máli

Fyrir nokkrum mánuðum kom til okkar fyrirtæki í Reykjavik. Markmið þeirra var að gera þjónustu sína sýnilegri á netinu og gera heimasíðuna arðbæra.

Við unnum að uppfærslu á heimasíðu viðkomandi, unnum ítarlegar leitarorðagreiningar og tókum leitarvélabestunina á heimasíðunni í gegn. Þá tókum við einnig þátt í samfélagsmiðlun og komum að gerð bæði samfélagsmiðlastefnu og -áætlunar.

Í stuttu máli sagt, þá lét árangurinn ekki á sér standa. Umferð jókst töluvert um heimasíðuna og spilaði þar leitarvélabestun stórt hlutverk.

Það sem skiptir þó mestu máli er, að um leið og umferðin jókst, þá fjölgaði viðskiptavinum hlutfallslega hraðar. Fjöldi þeirra sem hafði samband í gegnum heimasíðuna margfaldaðist eftir nokkrar einfaldar uppfærslur, sem tóku mið af þeim markmiðum sem lagt var upp með.

Við getum aðstoðað þig

Ef þér finnst þú geta fengið meira út úr heimasíðunni þinni, en veist ekki hvar á að byrja, ekki hika við að hafa samband. Við erum boðin og búin að aðstoða þig og bjóðum frítt stöðumat. Metnaður okkar liggur í að þú náir árangri.

Comments are closed.