Netmarkaðssetning þarfnast stöðugrar vinnu og eftirlits. Vefsíðan er baklandið í allri netmarkaðssetningu. Láttu okkur um að sjá um allt á vefsíðunni.
Mikilvægt er að sinna viðhaldi vefs og tryggja þannig að hann uppfylli bæði allar öryggiskröfur sem og standist þær kröfur sem notendur og leitarvélar gera til hans.
Grunnstoð og forsenda leitarvélabestunar er innsetning og uppsetning nýs efnis. Með vefstjóra til leigu þá er tryggt að nýtt efni komi reglulega inn á vefinn.
Fyrir vefverslanir er mikilvægt að kynna reglulega nýjar vörur. Það kallar bæði á athygli neytenda og leitarvéla, sem eykur síðan sýnileika annarra vara.
Actica er alhliða markaðsstofa með áherslu á netmarkaðssetningu. Við sérhæfum okkur í uppbyggingu á heimasíðum og netverslunum. Við aukum sölu viðskiptavina okkar í gegnum netið.