Er Google Adwords reikningnum að blæða út

Er Google Adwords reikningnum að blæða út?

Ekki borga of mikið fyrir auglýsingar á Google!

Það er sorglega algengt að fyrirtæki greiði of mikið fyrir auglýsingar á Google, sérstaklega þegar keypt eru leitarorð. Í mörgum tilfellum er hægt að stórlækka kostnaðinn eða sækja mun fleiri smelli fyrir sama verð og koma sér ofar í leitarniðurstöðum með ódýrari hætti.

Það sem verður að tryggja að keypt leitarorð vísi á góða lendingasíðu. Síðu sem er „relevant“ við keypt leitarorð en það er ekki nóg því síðan verður einnig að vera hröð og vel upp sett. Google metur gæði á lendingasíðum og gefur þeim einkunn sem er margfölduð með þeirri upphæð sem þú ert tilbúin að greiða fyrir t.d. hvern smell. Þessi stuðull ákvarðar hvar í röðinni á Google keypt leitarniðurstaða birtist.

Raunverulegt dæmi um blæðingu á Google Adwords

Tvö fyrirtæki keppa um sama orðið annað fyrirtækið (A) er með einkunina 8/10 fyrir lendingasíðuna sína en hitt (B) er með einkunina 5. Bæði byrja á að bjóða 1 USD, niðurstaðan verður þá:

  • A borgar  1 USD x 8/10 = 0,8
  • B borgar 1 USD x 5/10 = 0,5

Í einföldum heimi þar sem ekki eru fleiri að keppa um sæti þá verður fyrirtæki A í toppsætinu en fyrirtæki B í sæti 2,

Nú vill fyrirtæki B ná fyrsta sætinu og þarf að hækka sitt boð upp í 1,61 USD til að skríða upp fyrir A.

  • B hækkar upp í 1,61 USD x 5/10 = 0,805.

Fyrirtæki A hækkar sig upp í 1,1 USD og er með stuðulinn 0,88 og þá þarf B að bjóða 1,76 USD, svo halda boðin áfram að hækka og B „blæðir út“ með Google Adwords hjá sér. Munurinn miðað við 100 smelli er 60 USD. Samkeppnisstaða þessara fyrirtækja á netinu er mjög ójöfn. Það ber að hafa í huga að sæti 2 getur skilað mjög góðum árangri en í raunveruleikanum eru mun líklegra að fleiri fyrirtæki séu í samkeppni um stöðuna og þau verið með allt aðra stuðla en þessi tvö í dæminu.

Nauðsynlegt hafa Google Adwords og vefsíðu undir sömu stjórn

Til þess að koma í veg fyrir þessar „blæðingar“ sem við höfum rekist á allt of oft er lykilatriði að stjórnun á Google Adwords og vefsíðun séu undir sömu stjórn. Með þeim hætti er hægt að vinna upp gæði á lendingasíðum eftir þeim leitarorðum sem vilji er til að kaupa.  Val á orðum er gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt að hafa farið í gegnum markvissa leitarorðagreiningu áður en byrjað er að kaupa leitarorð.

Það sem þú þarft að gera varðandi Google Adwords

Farðu inn á Google Adwords reikninginn þinn og skoðaðu stuðla fyrir hvert leitarorð. Ef þú ert ekki að sjá stuðla þá þarftu að (miðað við nýja útlitið) smella á dálka/columns og fara í „Modify“, velja þar „Attributes“ og haka við „Quality Score“ og þá birtist einkunn fyrir lendingu hjá hverju leitarorði. Ef þú ert með einkunn 8/10 eða hærra þá ertu í góðum málum en allt fyrir neðan það er eitthvað sem þú ættir að skoða. Ef leitarorðið er mjög mikilvægt þá mælum við með að þú reynir við 10/10.

Comments are closed.