Er Google hætt að vísa á þína síðu?

Google leggur mikið upp úr öryggi á vefsíðum og því verða fyrirtæki sem ætla að ná árangri á leitarvélum að fylgjast vel með. Google  hefur lagt mikla áherslu á öryggi upplýsinga og tæknilegt öryggi á vefsíðum og hefur nýverið gert breytingar á algorithma sem ákvarðar stöðu hverrar vefsíðu í leitarniðurstöðum. Ef þú vilt halda eða bæta þína stöðu á leitarvélum þá verður þú að bregðast við ef þú hefur ekki þegar gert það.

Vefsíður verða að virka á snjallsímum og vera https: öruggar.

Hér er stutta útgáfan af þessari grein fyrir þá sem vilja árangur á leitarvélum en hafa ekki tíma til að lesa alla greinina. Fylgstu með/ eða láttu fylgjastmeð því sem Google vill að sé í lagi og gerðu breytingar í samræmi. Í dag eru tvö atriði sem eru áberandi valdar að versnandi stöðu fyrirtækja á Google, síðan verður að vera snjallsímavæn og þarf að vera https: alla leið.

Google er stöðugt að bæta algorithma sem ákveða hvaða í röð vefsíður birtast í leitarniðurstöðum. Fyrir nokkru gaf Google út að vefsíður verða að vera „Mobile friendly“ eða virka vel á snjallsímum og spjaldtölvum. Öll fyrirtæki ættu að vera búin að ganga úr skugga um að vefsíðan þeirra sé „Mobile friendly“ en ef þú ert ekki viss þá getur þú framkvæmt einfalda prófun hér. Annað mikilvægt atriði er að vefsíður verða að vera öruggar með https: vottun. Það er líka auðvelt að ganga úr skugga um hvort síðan þín sín örugg. Ef þú ferð í vafra t.d. Google Chrome og slærð inn vefslóðina þá birtist grænn lás fyrir framan slóðina og texti „Secure“ ef síðan er https.

Allir hlekkir á vefsíðu verða að vera https:
Nýlega fór Google að refsa öruggum vefsíðum sem vísa á óörugga hlekki.

Eru önnur fyrirtæki að hætta að vísa á þig?

Þær vefsíður sem ekki eru https: geta tapað backlinks eða bakhlekkjum, hlekkjum frá öðrum fyrirtækjum sem hafa viljað vísa á vefsíðuna þína. Bakhlekkir hafa áhrif á niðurstöður á leitarvélum og því mikilvægt að halda fast í þá. Nýlega höfum við hjá Actica tekið út mikið af hlekkjum af síðum hjá viðskiptavinum okkar þar sem hlekkir á samstarfsaðila fyrirtækja eru ekki https: Oft er þetta erfið ákvörðun en til að tryggja stöðu viðskiptavina okkar á leitarvélum þá tökum við þessa hlekki út og bendum þér á að gera það sama. Við bendum þér einnig á að láta viðkomandi vita því margir átta sig ekki á þeirri stöðu sem þeir eru í. Vefsíða verður að vera https: og allir hlekkir innan hennar og á aðrar síður verða að vera https: líka.  Ef vefsíða var http: og uppfærð síðar í https: þá er hætta á að eldri hlekkir t.d. inni í texta séu ennþá http: þó að það sé búið að uppfæra síðuna í https: þetta er flokkað sem villa hjá Google og verður að laga til að tryggja góða stöðu á leitarvélum.

Fyrirtæki hafa hrapað hratt í leitarniðurstöðum út af https:/http: villum.

Við höfum séð nokkur dæmi þess að fyrirtæki hafa hrapað hratt í leitarniðurstöðum sérstaklega þar sem samkeppni er hörð eins og í ferðþjónustu hér á Íslandi. Á öðrum mörkuðum þar sem samkeppni um stöðu á leitarvélum er ekki eins hörð hefur þetta haft minni áhrif.

Hvað þarftu að gera til að gera síðu https://!

Leitaðu til umsjónaraðila heimasíðu og eða hýsingaraðila og sjáðu hvaða þjónustu þeir bjóða upp á, þú þarft að ganga úr skugga um að vefsíðan þín virki á snjallsímum og að hún sé https: vottuð.
Þú getur einnig leitað til okkar hjá Actica með því að senda okkur tölvupóst actica@actica.is eða hringja í síma 898-8181.

Comments are closed.