Samkeppnin um athygli fólks á internetinu verður stöðugt harðari. Þeir sem bíða eftir að einhver komi í heimsókn verða undir!
Rétt valin leitarorð geta skapað fyrirtækjum viðskiptatækifæri í gegnum leitarvélar. En til að ná því þá þurfa fyrirtæki að koma upp á fyrstu síðum í leitarniðurstöðum.
Þú verður að þekkja stöðu þína á Google
Gefum okkur að það sé búið að Leitarorðagreina fyrirtæki þ.e. skilgreina leitarorð sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og hafa einhverja umferð bak við sig. Þá verða fyrirtæki að þekkja hvar þau standa með hvert leitarorð frá einu tímabili til annars. Að öðrum kosti er fyrirtækið í blindflugi og hefur ekki hugmynd í hvaða stöðu það er. Samkeppnisaðilar geta verið að grípa öll sterkustu leitarorðin og ýtt þínu fyrirtæki stöðugt neðar.
Með Leitarorðavöktun þá vaktar Actica „ranking“ eða stöðu leitarorða á Google. Við fylgjumst með í hvaða sæti á Google og eða öðrum leitarvélum þitt fyrirtæki er statt á hverjum tíma. Yfirleitt á 4 vikna fresti. Ekki nóg með það því við fylgjumst með hvar þitt fyrirtæki stendur, við fylgjumst líka með hvar samkeppnisaðilarnar standa með sömu leitarorð á leitarvélum.
Baráttan um nettraffík verður sífellt harðari. Fyrirtæki sem leggja ekki vinnu í að sækja sér traffík á internetinu verða klárlega undir í baráttunni.
Ef þú ætlar að ná árangri á leitarvélum
Fyrirtæki sem ætlar að ná árangri á leitarvélum þarf að búa yfir þekkingu innandyra eða leita sér aðstoðar til að ná sér í stöðu á leitarvélum. Á Íslandi eru markaðir mis harðir hvað varðar leitarvélar en þeir eru allir að harðna hratt. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi leitarvéla og þeim tækifærum sem þar felast.
Actica býður heildstæða ráðgjöf eða aðstoð þar sem við tökum að okkur leitarvélabestun og komum fyrirtækjum í fremstu röð. Með Leitarorðavöktun þá getur þú fylgst með árangrinum.
Hvernig virkar Leitarorðavöktun
Saman finnum við leitarorðin og orðasambönd sem þú vilt að fyrirtækið, vörur og þjónusta finnist eftir. Algengt er að leitarorðin eru fundin með leitarorðagreiningu en fyrirtæki vita oft a.m.k. hluta af þeim orðum sem þau vilja nota. Actica notar greiningarhugbúnað til að finna í hvaða sæti þitt fyrirtæki er með þessi leitarorð á Google, Bing og Yahoo.
Við hjá Actica sendum reglulega skýrslu vanalega einu sinni í mánuði sem sýnir stöðu þína á Google með valin leitarorð eða orðasambönd á hverjum tíma. Við fylgjumst með mánaðarlegri þróun hvers orðs frá því að mælingar byrja og höldum utan um söguna.