Áhrifaríkar heimasíður

Áhrifaríkar heimasíður

Áhrifaríkar heimasíður

Er heimasíðan að virka eins og þú vilt? Ef þú vilt fá meira út úr heimasíðunni þinni þá ættir þú að lesa meira.

Flest fyrirtæki eru þegar með heimasíðu. Hins vegar er aðeins brot af þeim að ná árangri á internetinu.

Ástæðurnar geta verið fjölmargar, óljós markmið og óskýrt hlutverk heimasíðu er oft megin skýringin. Það er margt sem þarf til að gera góða heimasíðu en þó að þeim áfanga sé náð náð þá skiptir hann litlu máli ef engin kemur inn á heimasíðuna!

Við hjá actica vinnum að þáttum markaðssetningar á netinu með okkar viðskiptavinum. Heimasíðan er grunnurinn að öflugri markaðssetning á netinu. Hjá actica komum við inn á öllum stigum, við veljum hentuga veflausn fyrir heimasíðu, vinnum að hönnun, uppsetningu og innsetningu efnis.

Eftir að heimasíða er komin í loftið þá hættum við ekki, við höldum áfram og sköpum umferð um heimasíðuna og snúum þeim heimsóknum í viðskiptatækifæri. Ef eitthvað af þessu hljómar vel fyrir þig þá þarftu bara að hafa samband.

Er Google hætt að vísa á þína heimasíðu

Er Google hætt að vísa á þína síðu?

Google leggur mikið upp úr öryggi á vefsíðum og því verða fyrirtæki sem ætla að ná árangri á leitarvélum að fylgjast vel með. Google  hefur lagt mikla áherslu á öryggi upplýsinga og tæknilegt öryggi á vefsíðum og hefur nýverið gert breytingar á algorithma sem ákvarðar stöðu hverrar vefsíðu í leitarniðurstöðum. Ef þú vilt halda eða bæta þína stöðu á leitarvélum þá verður þú að bregðast við ef þú hefur ekki þegar gert það.

Vefsíður verða að virka á snjallsímum og vera https: öruggar.

Hér er stutta útgáfan af þessari grein fyrir þá sem vilja árangur á leitarvélum en hafa ekki tíma til að lesa alla greinina. Fylgstu með/ eða láttu fylgjastmeð því sem Google vill að sé í lagi og gerðu breytingar í samræmi. Í dag eru tvö atriði sem eru áberandi valdar að versnandi stöðu fyrirtækja á Google, síðan verður að vera snjallsímavæn og þarf að vera https: alla leið.

Google er stöðugt að bæta algorithma sem ákveða hvaða í röð vefsíður birtast í leitarniðurstöðum. Fyrir nokkru gaf Google út að vefsíður verða að vera „Mobile friendly“ eða virka vel á snjallsímum og spjaldtölvum. Öll fyrirtæki ættu að vera búin að ganga úr skugga um að vefsíðan þeirra sé „Mobile friendly“ en ef þú ert ekki viss þá getur þú framkvæmt einfalda prófun hér. Annað mikilvægt atriði er að vefsíður verða að vera öruggar með https: vottun. Það er líka auðvelt að ganga úr skugga um hvort síðan þín sín örugg. Ef þú ferð í vafra t.d. Google Chrome og slærð inn vefslóðina þá birtist grænn lás fyrir framan slóðina og texti „Secure“ ef síðan er https.

Allir hlekkir á vefsíðu verða að vera https:
Nýlega fór Google að refsa öruggum vefsíðum sem vísa á óörugga hlekki.

Eru önnur fyrirtæki að hætta að vísa á þig?

Þær vefsíður sem ekki eru https: geta tapað backlinks eða bakhlekkjum, hlekkjum frá öðrum fyrirtækjum sem hafa viljað vísa á vefsíðuna þína. Bakhlekkir hafa áhrif á niðurstöður á leitarvélum og því mikilvægt að halda fast í þá. Nýlega höfum við hjá Actica tekið út mikið af hlekkjum af síðum hjá viðskiptavinum okkar þar sem hlekkir á samstarfsaðila fyrirtækja eru ekki https: Oft er þetta erfið ákvörðun en til að tryggja stöðu viðskiptavina okkar á leitarvélum þá tökum við þessa hlekki út og bendum þér á að gera það sama. Við bendum þér einnig á að láta viðkomandi vita því margir átta sig ekki á þeirri stöðu sem þeir eru í. Vefsíða verður að vera https: og allir hlekkir innan hennar og á aðrar síður verða að vera https: líka.  Ef vefsíða var http: og uppfærð síðar í https: þá er hætta á að eldri hlekkir t.d. inni í texta séu ennþá http: þó að það sé búið að uppfæra síðuna í https: þetta er flokkað sem villa hjá Google og verður að laga til að tryggja góða stöðu á leitarvélum.

Fyrirtæki hafa hrapað hratt í leitarniðurstöðum út af https:/http: villum.

Við höfum séð nokkur dæmi þess að fyrirtæki hafa hrapað hratt í leitarniðurstöðum sérstaklega þar sem samkeppni er hörð eins og í ferðþjónustu hér á Íslandi. Á öðrum mörkuðum þar sem samkeppni um stöðu á leitarvélum er ekki eins hörð hefur þetta haft minni áhrif.

Hvað þarftu að gera til að gera síðu https://!

Leitaðu til umsjónaraðila heimasíðu og eða hýsingaraðila og sjáðu hvaða þjónustu þeir bjóða upp á, þú þarft að ganga úr skugga um að vefsíðan þín virki á snjallsímum og að hún sé https: vottuð.
Þú getur einnig leitað til okkar hjá Actica með því að senda okkur tölvupóst actica@actica.is eða hringja í síma 898-8181.

Hvar í röðinni á Google er þitt fyrirtæki

Hvar í röðinni er þitt fyrirtæki á Google?

Hvar er þitt fyrirtæki í röðinni á Google?

Vertu viss umhvar þú stendurnýttu leitarorðavöktun

Viðskiptavinir hvort sem er á fyrirtækjamarkaði eða einstaklingsmarkaði leita stöðugt meira að vörum og þjónustu á netinu. Leitin er undanfari viðskipta hvort sem gengið er frá viðskiptum á netinu eða viðkomandi sé „window shopping“ áður en viðskipti eru ákveðin. Þá skiptir höfuðmáli að fyrirtæki sé til staðar með réttu svörin við leitarfyrirspurnum og vera framalega í röðinni t.a.m. hjá Google. Actica býður Leitarvélvöktun sem er reglubundið eftirlit yfir stöðu leitarorða og leitarstrengja á Google. Netverslun hefur vaxið mikið hjá Íslenskum fyrirtækjum og mikilvægt að setja inn vörur með réttum hætti og vinna texta þannig að sýnileiki verði sem bestur á leitarvélum eins og Google.

Fyrirtæki sem ekki eru á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum geta misst af stórum viðskiptatækifærum.

Taktu prófið og leitaðu að þínu fyrirtæki. Metnaðarfull fyrirtæki fylgjast með árangri á leitarvélum með markvissum hætti.

Af hverju Leitarvélavöktun

Þú vilt vera á fyrstu síðu yfir leitarniðurstöður tengdum þínum vörum og þjónustu á Google. Ef fyrirtækið þitt kemur ekki á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum þá eru líkurnar á að þú fáir heimsóknir og möguleg viðskipti í gegnum leitarvélar hverfandi.

Actica vaktar og mælir stöðu leitarorða og orðasambanda sem fyrirtæki vinna með á leitarvélum. Leitarvélavöktun virkar þannig að viðskiptavinur sendir Actica lista yfir leitarorð og orðasambönd eða Actica vinnur listann með fyrirtækinu og setur upp vöktun. Mánaðarleg skýrsla sýnir í hvaða viðkomandi leitarorð eða orðasamband er á hverjum tíma og samanburð við fyrri tímabil. Skýrslan inniheldur stöðu fyrirtækis sem er í vöktun gagnvart samkeppnisaðilum með sömu leitarorð. Skýrslan sýnir í hvaða sæti fyrirtækin eru með hvert leitaroð og hægt að sjá þróun á stöðu hvers fyrirtækis milli tímabila.

Skýrsluna er tæknilega hægt að fá daglega en við mælum með vikulegri skýrslu þegar talsverðar breytingar á efni eiga sér stað en mánaðarlega þegar netsíður eru í “eðlilegum” rekstri.

Leitarvélavöktun eru nauðsynlegur grunnur til að sjá raunverulega stöðu fyrirtækja og vinna að bættum árangri á leitarvélum.

Leitarvélabestun

Ef þú vilt bæta stöðu fyrirtækisins í leitarniðurstöðum þá vinnur Actica að leitarvélabestun fyrir þig. Við förum í gegnum markmiðasetningu fyrir heimasíðu fyrirtækisins og finnum sterkustu leitarorðin. Allur texti og myndir eru unnar með það að leiðarljósi að ná bestum árangri á leitarvélum. Árangurinn er mælanlegur bæði í Leitarorðavöktun og umferðarmælingar um heimasíðu fyrirtækisins.
Er þitt fyrirtæki að finnast á Google?

Er þitt fyrirtæki að finnast á Google?

Er fyrirtækið þitt að finnast á Google?

Ert þúnáliní heystaknum?

Samkeppnin um athygli fólks á internetinu verður stöðugt harðari. Þeir sem bíða eftir að einhver komi í heimsókn verða undir!

Rétt valin leitarorð geta skapað fyrirtækjum viðskiptatækifæri í gegnum leitarvélar. En til að ná því þá þurfa fyrirtæki að koma upp á fyrstu síðum í leitarniðurstöðum.

Þú verður að þekkja stöðu þína á Google

Gefum okkur að það sé búið að Leitarorðagreina fyrirtæki þ.e. skilgreina leitarorð sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og hafa einhverja umferð bak við sig. Þá verða fyrirtæki að þekkja hvar þau standa með hvert leitarorð frá einu tímabili til annars. Að öðrum kosti er fyrirtækið í blindflugi og hefur ekki hugmynd í hvaða stöðu það er. Samkeppnisaðilar geta verið að grípa öll sterkustu leitarorðin og ýtt þínu fyrirtæki stöðugt neðar.

Með Leitarorðavöktun þá vaktar Actica „ranking“ eða stöðu leitarorða á Google. Við fylgjumst með í hvaða sæti á Google og eða öðrum leitarvélum þitt fyrirtæki er statt á hverjum tíma. Yfirleitt á 4 vikna fresti. Ekki nóg með það því við fylgjumst með hvar þitt fyrirtæki stendur, við fylgjumst líka með hvar samkeppnisaðilarnar standa með sömu leitarorð á leitarvélum.

Baráttan um nettraffík verður sífellt harðari. Fyrirtæki sem leggja ekki vinnu í að sækja sér traffík á internetinu verða klárlega undir í baráttunni.

 
 

Ef þú ætlar að ná árangri á leitarvélum

Fyrirtæki sem ætlar að ná árangri á leitarvélum þarf að búa yfir þekkingu innandyra eða leita sér aðstoðar til að ná sér í stöðu á leitarvélum. Á Íslandi eru markaðir mis harðir hvað varðar leitarvélar en þeir eru allir að harðna hratt. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi leitarvéla og þeim tækifærum sem þar felast.

Actica býður heildstæða ráðgjöf eða aðstoð þar sem við tökum að okkur leitarvélabestun og komum fyrirtækjum í fremstu röð. Með Leitarorðavöktun þá getur þú fylgst með árangrinum.

Hvernig virkar Leitarorðavöktun

Saman finnum við leitarorðin og orðasambönd sem þú vilt að fyrirtækið, vörur og þjónusta finnist eftir. Algengt er að leitarorðin eru fundin með leitarorðagreiningu en fyrirtæki vita oft a.m.k. hluta af þeim orðum sem þau vilja nota. Actica notar greiningarhugbúnað til að finna í hvaða sæti þitt fyrirtæki er með þessi leitarorð á Google, Bing og Yahoo.

Við hjá Actica sendum reglulega skýrslu vanalega einu sinni í mánuði sem sýnir stöðu þína á Google með valin leitarorð eða orðasambönd á hverjum tíma. Við fylgjumst með mánaðarlegri þróun hvers orðs frá því að mælingar byrja og höldum utan um söguna.

Markhópagreining og netið

Fjórar leiðir til að auka umferð inn á heimsíðuna þína

Fjórar leiðir til að auka umferðina á heimasíðuna þína!

Ertu nokkuð að bíða eftir að einhver heimsæki heimasíðuna þína?

Samkeppnin um athygli fólks á internetinu verður stöðugt harðari. Þeir sem bíða eftir að einhver komi í heimsókn verða undir! Það er tilgangslaust að setja upp heimasíðu sem enginn heimsækir. En hvað er hægt að gera. Fyrsta skrefið er að ákveða að fyrirtæki ætli að nýta sér internetið með markvissum hætti, ákveða markmið með heimasíðu og markaðsstarfi á internetinu. Við skilgreinum markhópa og hvernig við viljum tala við þá. Í grunninn höfum við fjórar leiðir til að ná aukinni traffík á heimasíðurnar okkar.

Baráttan um nettrafík og netumferð verður sífellt harðari

Baráttan um nettraffík verður sífellt harðari. 

Fyrirtæki sem leggja ekki vinnu í að sækja sér traffík á internetinu verða klárlega undir í baráttunni.

Fjórar leiðir til að skapa aukna umferð á vefsíður:

  • organic leiðin – umferð þar sem vefslóðin er slegin beint inn.
  • leitarvélaleiðin – umferð í gegnum leitarvélar.
  • auglýsingaleiðin – umferð í gegnum auglýsingaborða sem smellt er á.
  • dreifingaleiðin – umferð í gegnum efni sem dreift er í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst.

Engin af þessum leiðum býður upp á töfralausn en með markvissum vinnubrögðum geta þessar leiðir skilað gríðarlegum árangri. Hér ætlum við aðeins að fjalla um árangur á leitarvélum. Í grunninn er sýnileiki á leitarvélum ekki flókinn, Þú þarft að hafa upplýsingar inni á síðunni þinni sem fólk leitar að og eins og það leitar að þeim. En til að flækja málið þá hegðum við sem einstaklingar okkur með misjöfnum hætti á leitarvélum. Það getur verið erfitt að hafa allar útgáfur af textum inni á heimasíðu en fjölbreytileiki á sama tíma mikilvægur.

Algeng mistök eru að skrifa upplýsingar um vöru út frá orðaforða fyrirtækisins en ekki viðskiptavina þess. Í sumum tilfellum erum við að sækja bæði á B2B og B2C markað. Fagmaðurinn notar jafnvel önnur orð en áhugamaðurinn yfir sömu hlutina. Ef við viljum gefa báðum viðskiptahópum tækifæri á að finna okkur þá þurfum við að gera bæði orðin sýnileg á leitarvélum.

Leitarvélabestun er margþætt en í grunninn snýst þetta um að setja inn gott efni. Efn sem er í takt við það sem fólk leitar eftir og að efnið sé sett rétt upp. Þegar efnið er sett inn er mikilvægt að velja réttu orðin í texta og gefa myndum nöfn með réttum hætti. Það er alltaf hægt að laga til efni en það er mikilvægt að þeir sem setja inn efni inn á heimasíður séu meðvitaðir um hvernig leitarvélar vinna.Við hjá actica getum leiðbeint með innsetningu á efni eða séð um innsetningu á efni allt eftir því hvernig staðan er í fyrirtækinu.

Til þess að ná góðum árangri þá þurfum við að mæla það sem við gerum á internetinu það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir tölfræði. Við getum byrjað á einhverju innsæi en við þurfum að mæla árangur með markvissum hætti. Varðandi leitarvélar þá er nauðsynlegt að mæla og fylgjast með hvaða lykilorð skila okkur mestri traffík. Google Analytics er fín byrjun en það er einnig hægt að nýta ölfugri hugbúnað sem fylgist með stöðu þinna lykilorða og jafnvel samkeppnisaðila actica vinnur með fyrirtækjum að leitarvélabestun og fylgist með hvernig staða viðkiptavina er á leitarvélum með reglubundnum hætti.

Aðalatriðið er þetta, gera rannsóknir á leitarorðum fyrir þann markað sem við erum að vinna á, leggja áherslu á sterkustu leitarorðin og setja inn efni á heimasíður með hliðsjón af þeim. Við mælum svo árangurinn og gerum breytingar til að halda okkur á toppnum á leitarvélum.

Ef þú vilt ná betri árangri með heimasíðuna þína og markaðssetningu á internetinu þá er bara að hafa samband eða hringja í síma 898-8181